• United Kingdom
 • Ireland
 • Ísland
 • Norge
 • Nederland
 • Danmark
 • Sverige
 • Русский
 • France
 • Deutschland
 • Polska
 • Magyarország
 • Portugal
 • España
 • Schweiz
 • România
 • Italia
 • България
 • Hrvatska
 • Ελλάδα

Alþjóða-fjölskyldan (The Family International, TFI) í Evrópu er kristilegt tengslanet einstaklinga og hópa sem sameiginlega vinna að því að gera heiminn að betri stað að búa á. Við trúum því að kærleiki Guðs og kærleiki til náungans sé lykillinn að hinum flóknu og erfiðu vandamálum þjóðfélagsins, jafnvel í hinu hraðvaxandi þróunarsamfélagi í Evrópu í dag. Frekari upplýsingar.

Við vinnum að því sameiginlega markmiði að virkja boðskap Guðs um kærleika og von með því að koma honum á framfæri. Við leggjum áherslu á að bjóða okkur fram til mannúðaraðstoðar og áfallahjálpar; hjálpa fólki að takast á við lífið, leysa það undan andlegri áþján, bæta lífsgæði þess í gegnum persónulegt samband við Guð.

Verkefnin, sem félagar Alþjóða-fjölskyldunnar (TFI) í Evrópu taka að sér, eru margvísleg og afar fjölbreytt. Alþjóða-fjölskyldan breiddist út til Vestur-Evrópu snemma á áttunda áratugnum og síðar áfram til allra landa Mið- og Austur-Evrópu þar til í byrjun tíunda áratugarins.

Alþjóða-fjölskyldan (TFI), áður þekkt sem Guðsbörnin, hefur einkennst af stöðugum breytingum og framförum. Árið 2010 átti sér stað víðtæk endurskipulagning. Þótt aðferðum og reglum um félagsaðild hafi verið breytt er kjarni boðskaparins alltaf sá sami. „Því svo elskaði Guð heiminn, að Hann gaf Son sinn eingetinn, til þess að hver sem á Hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.“ (Jóhannes 3:16.)